Kostir þess að stunda meðgöngujóga!

Kostirnir þess að stunda meðgöngu jóga eru margvíslegir og mæla ljósmæður og læknar eindregið með því að konur stundi jóga á meðgöngunni þar sem það styrkir bæði líkamann og sál og dregur úr líkum á inngripi í fæðingu.

Ná fókus og slökun í fæðingu:
Það sem má einna helst nefna er að jóga ástundun hjálpar til við að ná stjórn á stressi og kvíða. Það hjálpar til við að ná betri tökum á andardrætti. Að anda í núvitund er gott tól til að ná ró og frið í hugann sem hjálpar konunni að ná stjórn á þessum sterku tilfinningum sem hríðarnar eru. Einnig að ná fókus og slökun í fæðingu. Konan fær meira útúr meðgöngunni þar sem meðgöngujóga hjálpar henni á að líta á sjálfa sig sem einstakan ljósbera og giðju sem elskar og nærir sig og kraftaverkið í móðurkviði.

Styrkjandi fyrir líkamann
Rólegar æfingar er góðar fyrir tauga og hormónakerfið og styrkjandi æfingar auka orku og eru góðar fyrir hjarta og æðakerfið. Jógaæfingar geta lækkað blóðþrýsting og öndunaræfingar styrkja lungun og eflir blóð og súrefnisflæði til barnsins.

Gott form og endurheimt
Meðgöngujóga eykur sveigjanleika og lipurð sem gerir konunni kleyft að vera í besta mögulega formi líkamlega og andlega fyrir meðgöngu og fæðingu. Ásamt því að styrkja fæðingarveginn og hjálpa til við endurheimt líkamans eftir fæðinguna.

Minnkar líkur á kvillum á meðgöngu
Meðgöngujóga hjálpar til við að koma í veg fyrir og minnka meðgöngukvilla eins og bjúg, brjóstsviða, grindarverki, bakverki og verki í öxlum. Það bætir líkamsstöðu sem getur orðið léleg vegna stækkandi miðju og gerir meðgönguna almennt bærilegri.

Fæðingin eðlilegt ferli
Að læra meira um meðgönguna og fæðinguna getur dregið úr inngripum og stytt fæðingarferlið, ásamt því að veita konunni vissu um að hríðarnar séu eðlilegur hluti of fæðingunni og ekkert sem þarf að óttast.

Leave a Reply

Discover more from

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue Reading

%d