Faðmur Jógastúdíó býður upp á meðgöngujóga í Hafnarfirði. Faðmur er með aðstöðu í samstarfi við Jógahúsið í Lífsgæðasetrinu á Suðurgötu í Hafnarfirði. Ásamt því að bjóða upp á meðgöngujóga er Faðmur með mömmujóga tíma eða ungbarnajóga að öðru nafni.
Það var kominn tími til að Hafnarfjörður færi að bjóða upp á meðgöngujóga. Jenný kennari og eiganda Faðms fannst vanta meðgöngujóga í Hafnarfjörðinn og hafa viðtökurnar verið fram úr hennar björtustu vonum. Sjálf hefði hún kosið að stunda meðgöngujóga í Hafnarfirði hjá sérmentuðum meðgöngujóga kennara á meðgöngunum sínum í stað þess að keyra alla leið í Reykjavík.
Lífsgæðasetrið á Suðurgötu hentar mjög vel fyrir starfsemina og andinn í húsinu er einstakur og orkan góð. Bæði meðgöngujóga tímarnir og mömmujóga tímarnir eru í salnum sem heitir Lungað á 2. hæðinni.