Meðgöngusund hjá Faðmi

Á haustönn 2021 mun Faðmur Jógastúdíó byrja að bjóða upp á meðgöngusund ásamt meðgöngujóga og mömmujóga tímum. Meðgöngusund er leikfimi í vatni fyrir barnshafandi konur og er aðaláherslan á stöðugleikaþjálfun fyrir mjaðmir og mjóbak. Meðgöngusund er vinsælt á meðgöngunni þar sem að konan finnur fyrir léttleika í vatninu og á auðvelt með að hreyfa sig. Einnig heldur vatnið einstaklega vel við líkamann og stækkandi móðurkvið. Kostir þess að stunda æfingar í vatni á meðgöngunni eru margvíslegir og er einkar hentugt til að minnka verki frá stoðkerfinu og koma sogæðakerfinu í öflugt stand. Faðmur mælir með sundæfingum á meðgöngunni ásamt meðgöngujóga sem gefur heildrænar og ljúfar æfingar fyrir líkama og sál.

Leave a Reply

Discover more from

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue Reading

%d