Slökunar upptökur

Hér er hægt að fá aðgang af slökunar upptökum sem eru í raun sjálfs”dáleiðslu” slakanir sem er gott að hlusta á á meðgöngunni og í uppeldinu, hver og ein vinnur á hinum ýmsu atriðum sem gott er að vinna í á meðgöngunni og í daglegu lífi.

Þessar upptökur gera okkur kleift og auðveldar okkur breyta hugarfari okkar og gera breytingar á lífi okkar til hins betra. Fæðingarupplifunin verður betri, fæðingin sjálf getur gengið betur og hugurinn verður jákvæðari, verkjaupplifun getur minnkað og einnig upplifun okkar í foreldrahlutverkinu.

Gott er að taka slökunarpakkana, því þar inni eru allar sjálfsdáleiðsluslakanir fyrir meðgönguna og fæðinguna í einum pakka og svo annar fyrir fyrir mæður sem nýtast vel í foreldrahlutverkinu og gott er að hlusta á í annarsömu lífi.

Það er hægt að kaupa dáleiðslurnar á Thinkific með Paypal og eða þá að senda email á jenny@fadmur.is með kennitölu og hvaða upptökur eða pakka þú vilt. Ég sendi svo upptökunar með emaili sem er hægt að hala niður í símann. Hægt er að skoða hvað er í boði hér. Meðgöngupakkinn sem inniheldur 12 dásamlegar dáleiðslur er á aðeins ISK 3900 og mömmupakkinn á ISK 3.700. Aðgangurinn af dáleiðslunum er eilífðaraðgangur og hægt að hlusta hvenær sem er.

Hvað er dáleiðsla: Í stuttu máli er dáleiðsla einfaldlega djúp slökun á líkama og huga svona eins og gerist í Yoga Nidra þar sem við náum að kalla fram undirvitundina og gera þar jákvæðar breytingar. Þegar við erum í dáleiðslu erum heilabylgjurnar í svokölluðu Alpha ástandi sem er á milli 8-12 bylgjur. En dagsdaglega eru heilabylgjurnar frá 12 og uppúr. 

Svo er gott að muna að öll hugsun er orka, og þegar við hugsum jákvætt búum við til jákvæða orku innra með okkur, friðsæld og vellíðan en þegar að við dveljum í neikvæðum hugsunum þá erum við að búa til neikvæða orku innra með okkur eins og kvíða, depurð, leiða og stress. Þannig að jákvæð hugsun er lykillinn af hamingjusamari lífi. 

%d