Meðgöngusund

Í meðgöngujógasundi hjá Faðmi leggjum við áherslu á líkamlegar æfingar, grindarbotns æfingar, öndunaræfingar sem eru bæði góðar á meðgöngunni og í fæðingunni og styrkjum taugakerfi móðurinnar og þar af leiðandi barnsins líka með slökun og ljúfum æfingum.

Meðgöngusund hefur margvísleg jákvæð áhrif á verðandi móður og barn. Í vatninu verða allar æfingar léttari og álag á liðamótin og mjaðmir minnka þar sem vatnið gefur okkur léttan eiginleika.

Líkamlegir kostir: Eykur blóðflæði í grindarbotninn og til barnsins, eykur styrk vöðva og kemur jafnvægi á hormónakerfið, eykur liðleika í hrygg og liðum, örvar skynjun í gegnum húð.

Andlegir kostir: Hjálpar til við að ná andlegu jafnvægi á meðgöngunni, minnkar streitu og stress og hefur slakandi áhrif. Kemur á fallegri tenginu milli móður og barns, hjálpar okkur að opna hjartastöðina svo lífsorkan nái að flæða vel á milli móður og barns frá fyrstu mánuðum meðgöngunnar.

Kennt er í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í innilauginni. Þegar komið er í klefanum er farið til vinstri út ganginn og innilaugin er þar beint á móti. Gott að taka með vatnsflösku í tímana.  Hægt er að velja á milli 1x eða 2x í viku og er sundið góð viðbót við meðgöngujóga eða þá eitt og sér. Stundarskrá og verð.

%d