Verð á par: 6.900 – max 7 pör
Skráning fer fram á jenny@fadmur.is

Á hverri önn er haldið 1-2 parakvöld þar sem maki eða stuðningsaðili mætir með. Makinn og/eða stuðningsaðili spilar stórt hlutverk á meðgöngu, í fæðingunni og eftir fæðingu. Á kvöldinu sem einnig mætti kalla ljósmæðraspjall verður farið í öndun í fæðingu, bjargráð í fæðingu, hlutverk stuðningsaðila, nudd, nálastungur og ýmsan fróðleik er varðar meðgöngu, fæðingu og fyrstu dagana eftir fæðinguna, samskipti para og fl. Þá verður einnig gefinn góður tími fyrir spurningar.
Við fáum til okkar ljósmóðurina Svandísi Eddu verðandi 4 barna móðir. Svandís kemur með ferska og fróðlega innsýn á kvöldið.
Gott er að vera komin um 25 vikur eða lengra þegar parakvöldið er. Konur sem stunda jóga eða sund hjá Faðmi fá forgang á kvöldið. Lágmarkþátttaka er 5 pör.
´´Meðgöngunámskeiðið var frábær undirbúningur fyrir fæðinguna. Jenný kennir öndunaræfingar, og ýmis bjargráð sem nýttust mér mjög vel og ekki sýst rétta hugafarið sem er það mikilvægasta.´´