
Tímarnir eru 60 mín og eru 1x í viku í 6 vikur. Næsta námskeið byrjar 12. sept!
Restorative yoga eða Endurnærandi jóga eru slakandi jógastöður sem næra og endurnæra taugakerfið okkar. Stöðurnar hreinsa og róa hugann og losa um spennu í líkamanum, tilvalið fyrir þreytta foreldra eða þá sem að vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér með sem minnstri fyrirhöfn.
Áhrifin sem við finnum þegar við stundum endurnærandi jóga er margvísleg. Meðal annars gefur það okkur slökunarviðbragð sem róar ofvirkt taugakerfi og minnkar stress og kvíða, það róar hjartsláttinn og lækkar blóðþrýsting, hægir á heilabylgjum, getur minnkað eða komið í veg fyrir líkamleg veikindi og einkenni af völdum streitu. Bætir svefngæði, gefur okkur aukna orku en það er algengur misskilningur að við þurfum að eyða orku til að búa til orku. Kemur jafnvægi á hormónakerfið og styrkir ónæmiskerfi okkar svo fátt eitt sé nefnt.
Í tímunum gerum við endurnærandi slakandi, stöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, tökum djúpslökun og gong í endann. Skráning á jenny@fadmur.is (senda nafn og kennitölu). Flest stéttarfélög greiða til baka fyrir jógaástundun.
Markmiðið með þessu námskeiði er að iðkendur fái tæki og tól í hendurnar sem hægt er að nota heima til að slaka á huganum og endurnæra sig og nota í stressandi aðstæðum í daglegu lífi. Með þessu námskeiði kemst Faðmur skrefi nær í að styðja við og faðma að sér mæður og feður í barneignaferlinu með nærandi tímum.
Tímarnir fara fram á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu Suðurgötu. Þegar gengið er upp stigann er farið til hægri út í enda og þar er bæði rýmið þar sem dýnur og props er geymt ásamt salnum sem er beint á móti. Það er hægt að taka líka lyftu upp á 4. hæð en hún er í hinum enda húsins.(ath það er önnur lyfta rétt hjá inngangi á 2.hæð sem fer bara upp á 3. hæð, ekki taka hana).