Hugræn Endurforritun

Leið sem virkar!

Hugræn endurforritun er dásamleg dáleiðslumeðferð til að hjálpa einstaklingum að vinna úr sálrænum vanda sem og líkamlegum vanda af sálrænum toga. Í þessari meðferð er meðferðarþeginn leiddur í góða djúpa slökun til að komast að undirvitundinni til að gera þar jákvæðar breytingar. Þessi meðferð er ótrúlega góð til að losa út kvíða, ofsakvíða, fóbíur, króníska verkir, kulnun, mígreni, þunglyndi, ofnæmi, svefnvandamál, sjálfstraust, vefjagift, áföll og margt fleira. Árangurinn getur verið töfrum líkastur og leitt að fleiri leiti ekki þessarar leiða til að ná bættum árangri og jákvæðum breytingum. 

Jenný eigandi og kennari Faðms er einnig klínískur dáleiðslumeðferðaraðili og sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun og býður upp á tíma í þessari áhrifaríku dáleiðslumeðferð Hugrænni endurforritun.

Verð fyrir Hugræna Endurforritun: 30.000kr ( 2-3klt meðferð í senn).
Endurkomutímar í Hugræna Endurforritun: 20.000kr
Önnur dáleiðsla: 15.000kr

Hægt er að bóka tíma og fá nánari upplýsingar á jenny@fadmur.is og í síma 6973991.

Í tengslum við meðgöngu og fæðingu er hægt að nota Hugræna endurforritun til að hafa jákvæð áhrif á kvíða, stjórna sársauka og stuðla að ró í líkama og huga í fæðingunni sem og verkjum á meðgöngunni. Einnig frábær leið til að endurforrita úreld gildi og skoðanir sem við höfum fengið frá foreldrum okkar og koma með hreinan huga í uppeldið. Þá getur dáleiðsla hjálpað til við getnað ef að pör hafa átt erfitt með að verða ólétt (ef engin líkamleg orsök liggur fyrir).

Hugurinn okkar skiptist í meðvitund og undirmeðvitund. Meðvitundin okkar er aðeins í kringum 12% það er það sem við gerum meðvitað og undirvitundin um cirka 88%. Undirvitundin stjórnar ósjálfráða taugakerfinu okkar, hjartslætti, meltingu, fight or flight responce og mikið mikið fleira. En það er auðvelt að vinna með undirvitundina og fá hana til að gera breytingar til hins betra.

Við förum í raun amk 2x á dag í Alpha ástand bæði þegar við vöknum og sofnum. Þegar við erum í Alpha ástandi eða dáleiðslu þá verður hugurinn einbeyttari að því sem við viljum vinna með og undirvitundin opin og þess vegna er svo gott að gera breytingar til hins betra í því ástandi. Undirvitundin okkar býr yfir mögnuðum heilunar krafti sem við virkjum svo vel í dáleiðslu og það er svo ótrúlega mikið sem hægt er að vinna með í dáleiðslu. En því miður hefur fólk oft miklar ranghugmyndir um dáleiðslu, heldur að það geti fest í dáleiðslu eða að dáleiðandinn geti stjórnað dáleiðsluþeganum að það vill ekki nota dáleiðslu til að hjálpa sér. Dáleiðsla er í raun sjálfsdáleiðsla, það ert þú sem vinnur vinnuna með hjálp dáleiðandans.

Hugræn endurforritun :
Er dáleiðslumeðferð sem Ingibergur skólastjóri hjá Dáleiðsluskóla Íslands þróaði sem er ótrúlega góð lausn við kvíða, þunglyndi, fælni og annars konar kvillum og sérstaklega góð fyrir foreldra sem vilja byrja foreldrahlutverkið með hreinan huga og búin að takast á við sína fortíð og losa neikvæða forritun svo hún smitist ekki ósjálfrátt í uppeldi barnanna. Það er nefninlega oft þannig að ef við eigum erfitt með að takast á við aðstæður í uppeldinu þá er það vegna þess að við eigum eftir að vinna úr atburða úr okkar barnæsku. Oft þarf aðeins 1 tíma í hugrænni endurforritun (sem er um 2-3klt) til þess að eyða orsökum kvíða og þunglindis, fíkn, mígreni og fleira. En stundum þarf 2-3 tíma eftir hvers eðlis vandamálið er og hversu djúpt liggur á því.

Hugræn endurforritun var þróuð með tiljsón af nýjustu rannsóknum í taugafræði og byggist á margra ára þróun og samþættingu annarra dáleiðslu meðferða. Við getum ímyndað okkur að á lífsleiðinni sé hugurinn að safna hinum ýmsu forritum, sum neikvæð og að við séum að eyða þeim í dáleiðslunni eins og við séum að endurforrita tölvu. Við höldum eftir góðu jákvæðu forritunum en eyðum þeim sem eru engan vegin að þjóna okkur og eru okkur bara til ama. Undirvitundin okkar man allt og veit hvaða forrit það eru sem við þurfum að losa út og í undirvitundinni okkar býr þessi ótrúlega sterki og magnaði kraftur sem getur bætt líf okkar til muna. Hugurinn okkar skiptist í tvennt þ.e. sjálfið og svo okkar innri styrkur eða kjarni og í dáleiðslu tölum við beint við kjarnan til a’ vinna með vandamálin okkar.

Í dáleiðslumeðferðinni er fyrst eitt neikvæðum afritum af öðru fólki eins og t.d. foreldrum okkar sem hafa stimplast í hugann okkar. Þetta getur verið í formi óvelkomna hugsana, og neikvæðni í eigin garð, t.d. ef að foreldri hefur mikið borið okkur saman við aðra eða ekki haft trú á okkur o.frv. og þá erum við að losa okkur við þessi afrit.

Næst eru neikvæðar tilfinningar sem fastar eru í líkamanum eyddar. Þetta eru tilfinningar sem valda kvíða, þunglyndi og vefjagigt svo fátt eitt sé nefnt. Þessar föstu tilfinningar senda svo boð um að eitthvað ami að og valda oft kvíða og áfallastreitu röskun.

Svo eru unnið með þau vandamál sem dáleiðsluþeginn kemur með t.d. kvíði við fæðingu, reiði í foreldrahlutverkinu, fælni eða hvað sem er.

Svo er regluverkið skoðað þ.e. við lærum mjög mikið fyrstu ár ævi okkar sem við munum kannski ekki eftir en oft eru þessi regluverk neikvæð eða hafa neikvæð áhrif á okkur t.d. okkur hefur verið sagt að börn séu óþekk og hlýði aldrei og þá tekur uppeldið okkar mið af því en í hugrænni endurforritun þá eyðum við þessum reglum.

Í lokin er stundum unnið með persónuþáttagreiningu sem miðað er að því að þættirnir okkar sem við myndum oftast í barnæsku þekki hvort annað. Það eru nefninlega mismunandi þættir sem taka við stjórninni eftir hvað við erum að gera. Ég Jenný er t.d. með marga þætti, einn sem jógakennari, annar mamman og hin kaldhæðna vinkonan og fleiri og með persónuþáttagreiningu fáum við þessa þætti til að átta sig á að við erum ein og sama manneskjan og fáum þá til að vinna betur saman. Oft minnkar eða hverfur ADHD við þessa meðferð.

Hægt er að bóka tíma og fá nánari upplýsingar á jenny@fadmur.is og í síma 6973991.

%d