
Faðmur Jógastúdíó býður upp á ljúfa tíma sem Faðma að sér og styðja við konur á barneignaaldri
KENNARI OG EIGANDI FAÐMS:
Jenný Maggý Rúriksdóttir.
Frá unglingsaldri hefur Jenný haft mikinn áhuga á jógafræðum og hefur hún stundað jóga um árabil. Jenný fékk fyrst áhuga á meðgöngujóga á sinni fyrstu meðgöngu. Hún fann hvað jóga hafði góð áhrif á hennar líðan og gerði meðgönguna ánægjulegri. Einnig fann hún hversu gríðarlega mikilvægt það var að vera búin að tileinka sér jógafræðin þegar að fæðingu kom, það kenndi henni að fara inn í fæðinguna með rólegan en sterkan huga og líkama. Lesa meira um Faðm
Nokkrum árum og 3 börnum seinna ákvað hún að taka áhuga sinn skrefinu lengra og kláraði Kundalini jógakennaranám hjá Guðrúnu Darshan í Andartaki.
Þá bætti hún við sig kennaranámi í meðgöngujóga og mömmu og ungbarnajóga ásamt því að klára krakkajógakennarann hjá Gurudass Kaur. Hún kláraði svo kennaranám í Meðgöngusundi árið 2021. Þá hefur hún tekið námskeið í líffærafræði grindarbotnsins og lífeðlisfræði líkamans. Hún hefur einnig lokið námi í Jóga fyrir frjósemi kvenna og í Endurnærandi jóga fyrir taugakerfið. Þá lauk hún kennsluréttindum í Hláturjóga því eins og við öll vitum þá lengir hláturinn lífið!
Jenný er einnig klínískur dáleiðari og sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun sem er mögnuð dáleiðslutækni. Hugræn endurforritun er ótrúlega góð lausn við kvíða, þunglyndi, fóbíum og annars konar kvillum og sérstaklega góð fyrir foreldra sem vilja byrja foreldrahlutverkið með hreinan huga og búin að takast á við sína fortíð svo hún smitist ekki ósjálfrátt í uppeldi barnanna. Það er nefninlega oft þannig að ef við eigum erfitt með að takast á við aðstæður í uppeldinu þá er það vegna þess að við eigum eftir að vinna úr atburða úr okkar barnæsku.
Staðsetning Faðms.
Bæði í sal Yogahussins í Lífsgæðasetrinu á Suðurgötu á 4. hæð. Og einnig í Suðurbæjarlaug.
Jógatímarnir fara fram á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu Suðurgötu. Þegar gengið er upp stigann er farið til hægri út í enda og þar er bæði rýmið þar sem dýnur og props er geymt ásamt salnum sem er beint á móti. Það er hægt að taka líka lyftu upp á 4. hæð en hún er í hinum enda húsins.(ath það er önnur lyfta rétt hjá inngangi á 2.hæð sem fer bara upp á 3. hæð, ekki taka hana). Það er hægt að fá lánaða dýnu, púða og teppi en ef þú vilt gæta ýtrustu varkárni í sóttvörnum þá mælum við með að taka eigin dót með. Það er notarlegt að mæta aðeins fyrir tíma til að fá sér te í fallega rýminu okkar, spjalla og kynnast.