Ef þú vilt eiga dásamlega friðsæla fæðingarupplifun? Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Myndir þú trúa því ef ég segði við þig að fæðingar geta verið sársaukalausar og ættu í raun að vera alveg sársaukalausar? Þegar ég nefni þetta við verðandi mæður þá brosa flestar og hugsa líklega bara ”jæja nú er hún alveg farin”… en það er svo sannarlega hægt að eiga sársaukalausa fæðingu!
Verð fyrir iðkendur Faðms 20.000kr annars 30.000kr fyrir aðra.
Innifalið í verði: Aðgangur að innra neti þar sem öll námskeiðsgögn eru, Tími í hugrænni endurforritun (þar sem fjarlægð eru öll úrelt forrit um að fæðingar séu verkjamiklar og ómeðvitaðan ótta við fæðinguna) og persónuleg sjálfsdáleiðslu upptaka af draumafæðingunni. Gott er að byrja ekki seinna en 4 vikum fyrir fæðingu til að æfa það sem farið er yfir í prógramminu en að sjálfsögðu er gott að byrja fyrr.
Í þessu prógrammi fáum við tæki og tól til að æfa á meðgöngunni. Þau verkfæri sem við fáum í hendurnar stuðla að því að við séum við stjórnvölin í okkar fæðingu, náum að halda huganum rólegum til að leyfa líkama okkar að vinna sitt verk. Þetta gerum við með því að æfa hugleiðslur, slökun og réttu öndunaræfingarnar á meðgöngunni, ásamt öðru og síðast en ekki síst með aðferðum Hugrænnar Endurforritunar losum við undirvitundina algerlega við það forrit að fæðing sé sársaukamikil og eitthvað til að óttast og setjum upp forrit í hugann að fæðingar séu friðsæl, dásamleg, sársaukalaus upplifun.
Hugræn endurforritun er djúpslökunar aðferð (dáleiðsluaðferð) þar sem við tökum út neikvæð forrit og neikvæðar tilfinningar ásamt því að losa meðferðaþegann algerlega við ákveðin vandamál. Þess má geta að Hugræn Endurforritun hefur einnig gefist vel við ógleði á meðgöngu, ófrjósemisvanda (þar sem líkamleg orsök er ekki vandinn) og við ýmsum verkjum og kvillum sem við finnum fyrir á meðgöngunni.
Uppbygging námskeiðsins:
1) Þegar þú skráir þig sendi ég aðgang að námskeiðsgögnum sem þú og/eða stuðningsaðili getið byrja að nota strax
2) þá bið ég mæður um að senda mér draumafæðingu sem ég bý til sjálfsdáleiðsluupptöku úr og sendi með emaili en hún er svona eins og andlegur undirbúningur fyrir undirvitundina til að fæða á sama máta og við ímyndum okkur á meðgöngunni.
3) Og rúsínan í pylsuendanum er svo að verðandi móðir kemur í tíma í Hugrænni Endurforritun til að fjarlægja öll neikvæð forrit og ótta um fæðingar., ásamt því að tengjast innri styrk og læra leiðir til að skrúfa niður verki í fæðingunni. (tekur c. 1 1/2 klt)
Þetta allt saman stuðlar að því að eiga dásamlega fæðingarupplifun.
Fæðingar eiga að vera náttúrulegar, fallegar og friðsælar:
Náttúran ætlaðist aldrei til að fæðingar yrðu sársaukafullar, en af hverju eru þær þá stundum það verkjamiklar að konur segjast aldrei vilja gera þetta aftur? Það er vegna þess að við búumst við því að fæðingar séu verkjamiklar. Frá því við erum lítil börn er okkur sagt að fæðingar séu sársaukafullar og við erum í raun forrituð til þess að halda það að þetta sé versti sársauki sem við finnum á lífsleiðinni. Allar fæðingafræðslur miða að því að kenna hvaða leiðir er hægt að nota við sársauka, sjónvarpsþættir um fæðingar sýna sársaukamiklar fæðingar (annað væri varla spennandi) og svo heyrum við sögur frá vinkonum og öðrum sem að styrkir þetta forrit sem við höfum um að fæðingar séu sársaukafullar og þetta allt vekur hjá okkur meðvitað og ómeðvitað óttaviðbragð þegar að við finnum að hríð er að byrja. Það er stressið, spennan og óttin við hríðarnar sem að gera þær verkjamiklar og þessi forritun sem við verðum fyrir láta konuna kvíða fæðingunni eða gera hana stressaða og spennta í stað þess að hlakka til þessarar dásamlegu stundar.
Svona gerist þetta: Við finnum vanalega ekki fyrir fyrirvaraverkjum því við hræðumst þá ekki en í sama augnabliki og við áttum okkur á að fæðing sé að byrja þá heldur líkaminn að hríðin sé eitthvað til að hræðast, þá sendir hann boð upp í heila um að það sé eitthvað sem þarf að forðast sem sendir frá sér stresshormón og sársaukaboð til að hjálpa okkur að lifa af og til að fá okkur til að forðast aðstæðurnar, rétt eins og við værum með hendina á heitu helluborði og við upplifum sársauka til þess að forða hendinni í burtu. Þetta gerist einnig hjá konum sem að hafa ekki kviðið fæðingunni bara vegna þess að hún er með þetta forrit í undirvitundinni um að fæðingar séu sársaukamiklar.
Þetta fight or flight sársaukaboð er auðvitað gott þegar spurning er um líf eða dauða en er algerlega óþarft í fæðingunni þar sem að um svo náttúrulegan hlut er að ræða. Undirvitundin sér ekki hvort um er að ræða ótta við að bíll sé að keyra á okkur eða hvort þetta boð sé útaf fæðingunni, það sendir þetta boð um fight og flight sama hvað. Stressviðbragð hefur þau áhrif á fæðandi konu að líkaminn sendir þessi sársaukaboð af þvi við erum forrituð til að hræðast fæðingar því þær eiga að vera svo verkjamiklar að um leið og við áttum okkur á að við séum með hríðar þá fara boðin af stað og við upplifum meiri og meiri verki.
Hefur þú heyrt af konunni sem fæddi barn þegar hún var í dái? Hugurinn hennar stóð ekki í vegi fyrir því að líkaminn gæti unnið sitt verk og hún fæddi heilbrigt barn án nokkurra inngripa og án þess að remba barninu í heiminn, það bara fæddist af því kvennlíkaminn er hannaður til þess og kann að fæða, en oftar en ekki er það hugurinn okkar sem þvælist fyrir.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að lofa verkjalausri fæðingu sem margar þó upplifa en hægt er að lofa því að upplifunin af fæðingunni verður betri, hríðarnar viðráðanlegri og fæðingin dásamlegri fyrir vikið eftir að hafa stundað þetta prógramm. Í besta falli verður fæðingin laus við verki. Í versta falli ertu búin að læra að róa hugann og líkamann, stuðla að því að taugakerfi þitt og barnsins sé rólegt og að þú ferð friðsæl inn í fæðinguna með tæki og tól til að notast við bæði í fæðingunni og eftir að barnið er komið í heiminn. Það er engu að tapa, verðandi foreldrar munu alltaf gagnast af því að stunda þessar æfingar fyrir komu barnsins. Og móðirin fær tíma í Hugrænni Endurforritun sem losar hana við neikvæð forrit um fæðingar og úreld gildi og skoðanir um uppeldi sem við höfum fengið frá samfélaginu og foreldrum okkar.
Prógrammið Friðsæl Fæðing er sérsniðið að hverjum og einum og stuðlar að því að konur eigi sársaukalausa eða verkjalitla fæðingu með hinum ýmsu slökunar, öndunar og sjálfsdáleiðslu aðferðum sem róa huga og líkama í fæðingunni. Það gerir líkamanum kleift að gera það sem hann kann 100% þ.e. að fæða barn!
Ásamt því að kenna meðgöngujóga og meðgöngusund ofl er Jenný eignandi og kennari Faðms einnig klínískur dáleiðslumeðferðaraðili og sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun.