Nærandi fyrir móður og barn.
Ávinningur þess að stunda meðgöngujóga fyrir barnshafandi konur er mikill. Það gefur þeim styrk til að takast á við fæðinguna og komandi tíma. Barnshafandi konur ná með jógaástundun að stjórna kvíða og stressi betur, þar af leiðandi róa taugakerfið og ná upp orku. Jóga eykur sveigjanleika, lipurð, styrkir fæðingarvöðva og kviðveggi. Einnig hjálpar það til við endurheimt eftir fæðingu og eykur almennt hreysti. Jógaástundun gefur konunni tíma til að rækta sjálfa sig og barnið sem hún gengur með. Ásamt því að hvetja hana til að líta á sig sem einstaka, sterka gyðju sem mun standast allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Gott er að byrja í meðgöngujóga eftir fyrsta þriðjung meðgöngunnar en betra er seint en aldrei. Það sem er gott fyrir móður er gott fyrir litla ljósið sem vex í móðurkviði.
Gott er að taka með vatnsflösku og vera ekki búin að borða mjög þungan mat einum til tveimur tímum fyrir tímann.
Skráning fer fram á jenny@fadmur.is og er skráning staðfest þegar borgað hefur verið! Gott er að taka fram hvort að þú hafir einhverja meðgöngukvilla eða tala við mig fyrir fyrsta tíma svo ég geti tekið tillit til og gefið góð ráð við þeim kvillum sem geta oft verið ansi margir á meðgöngunni. Sjá stundarskrá og verð. Ef mömmuhópar vilja taka frá ákveðinn tíma þá endilega senda skilaboð og við skoðum það.
Tímarnir fara fram á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu Suðurgötu. Þegar gengið er upp stigann er farið til hægri út í enda og þar er bæði rýmið þar sem dýnur og props er geymt ásamt salnum sem er beint á móti. Það er hægt að taka líka lyftu upp á 4. hæð en hún er í hinum enda húsins.(ath það er önnur lyfta rétt hjá inngangi á 2.hæð sem fer bara upp á 3. hæð, ekki taka hana). Það er hægt að fá lánaða dýnu, púða og teppi en ef þú vilt gæta ýtrustu varkárni í sóttvörnum þá mælum við með að taka eigin dót með. Það er notarlegt að mæta aðeins fyrir tíma til að fá sér te í fallega rýminu okkar, spjalla og kynnast.
”Það er svo yndislegt að koma í tíma hjá Jenný í faðmi. Manni líður eins og maður sé í faðmi hlýleika og ljóss. Ég elskaði að koma í tímana því maður varð svo slök eftir tímana og èg lærði svo mikið um mig og líkama minn og getu mína. Mæli hiklaust með öllu sem hún kennir maður fær ekkert nema góða orku”
