Faðmur

Faðmur Jógastúdíó

Markmið Faðms er að faðma að og umvefja konur á barneignaaldri með nærandi tímum.

Faðmur býður upp á rólega og nærandi meðgöngu og mömmujóga tíma fyrir Yogahúsið í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði og meðgöngusund í Suðurbæjarlaug ofl.
Skráning á jenny@fadmur.is

Friðsæl Fæðing

Vilt þú eiga verkjalausa eða verkjaminni fæðingarupplifun? Skráðu þig í prógrammið Friðsæl Fæðing og njóttu himneskrar fæðingar. Í þessu prógrammi fáum við tæki og tól til að æfa á meðgöngunni. Þau verkfæri sem við fáum í hendurnar stuðla að því að við séum við stjórnvölin í okkar fæðingu, náum að halda huganum rólegum til að leyfa líkama okkar að vinna sitt verk.

Hugræn Endurforritun

Hugræn endurforritun er dásamleg dáleiðslumeðferð til að hjálpa einstaklingum að vinna úr sálrænum vanda sem og líkamlegum. Árangurinn getur verið töfrum líkastur og leitt að fleiri leiti ekki þessarar leiða til að ná bættum árangri og jákvæðum breytingum. Jenný eigandi Faðms er einnig sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun og klínískur dáleiðari.

Meðgöngujóga

Kostir þess að stunda meðgöngujóga eru margvíslegir. Jóga hjálpar móður að tengjast sjálfri sér og barninu á meðgöngunni. Jóga ástundun býr einnig móður undir fæðinguna og styrkir bæði líkamann og andlegu hliðina svo auðveldara getur verið að takast á við fæðinguna og móðurhlutverkið.

Meðgöngusund

Í meðgöngujógasundi hjá Faðmi leggjum við áherslu á líkamlegar æfingar, grindarbotns æfingar, öndunaræfingar sem eru bæði góðar á meðgöngunni og í fæðingunni og styrkjum taugakerfi móðurinnar og þar af leiðandi barnsins líka með slökun og ljúfum æfingum.

Mömmujóga

Í mömmujóga er aðaláherslan á að koma móðurinni í gott líkamlegt og andlegt form með æfingum og slökun svo hún getir verið besta útgáfan að sjálfum sér þegar hún tekst á við krefjandi en yndislegt móðurhlutverkið. Við munum gera æfingar til að koma grindarbotninum í gott stand og einnig einbeyta okkur að litlu krílunum okkar

Sjálfsdáleiðslur

Í tengslum við fæðingu og meðgöngu er hægt að nota dáleiðslumeðferð til að draga úr kvíða, stjórna sársauka og stuðla að ró í líkama og huga í fæðingunni. Dáleiðslan hjálpar til við að ná djúpri slökun og auka einbeitingu, verða jákvæðari og upplifa jákvæðari tilfinningar Hér geturu keypt aðgang af dáleiðslum sem valdefla þig og hjálpa þér að líða betur á meðgöngunni.

Restorative Jóga

Restorative yoga eða endurnærandi jóga eru slakandi jógastöður sem næra og endurnæra taugakerfið okkar. Stöðurnar hreinsa og róa hugann og losa um spennu í líkamanum, tilvalið fyrir þreytta foreldra eða þá sem að vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér með sem minnstri fyrirhöfn.

”Það er svo yndislegt að koma í tíma hjá Jenný í Faðmi. Manni líður eins og maður sé í faðmi hlýleika og ljóss. Ég elskaði að koma í tímana því maður varð svo slök eftir tímana og èg lærði svo mikið um mig og líkama minn og getu mína. Mæli hiklaust með öllu sem hún kennir maður fær ekkert nema góða orku”

Fróðleikur um jóga, meðgöngu og fleira.

Faðmur Jógastúdíó

jenny@fadmur.is


Yogahúsið Lífsgæðasetur Suðurgötu
220 Hafnarfjörður