Mömmujóga

Mömmu og ungbarnajóga námskeið! Flestir hafa heyrt hvað meðgöngujóga er mikilvægt heilsu móðurs á meðgöngu og í fæðingu en ekki er lögð næg áhersla á hvað jóga getur gert dásamlega hluti fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir að litla kraftaverkið er komið í heiminn. Í mömmujóga er aðaláherslan á að koma móðurinni í gott líkamlegt og andlegt form með æfingum og slökun svo hún getir verið besta útgáfan að sjálfum sér þegar hún tekst á við krefjandi en yndislegt móðurhlutverkið. Við munum gera æfingar til að koma grindarbotninum í gott stand og einnig einbeyta okkur að litlu krílunum okkar og gerum skemmtilegar æfingar með þeim, dönsum og syngjum saman og förum í ungbarnanudd. Námskeiðið er frábær fyrsta hreyfing eftir fæðinguna.

Gott er að byrja eftir að barnið verður 6 -8 vikna og þangað til það er byrjað að skríða um. Sjá verð og stundartöflu. Skráning með kennitölu á jenny@fadmur.is

Næsta námskeið byrjar 16. okt! Námskeiðið er 8 skipti á mánudögum og miðvikudögum milli 12:30 – 13:30. En athugið að í vetrarfrís vikunni verða engir tímar þ.e. vikan 22-28. okt, námskeiðið líkur þ.a.l. 15. Nóv.

Tímarnir fara fram á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu Suðurgötu. Þegar gengið er upp stigann er farið til hægri út í enda og þar er bæði rýmið þar sem dýnur og props er geymt ásamt salnum sem er beint á móti. Það er hægt að taka líka lyftu upp á 4. hæð en hún er í hinum enda húsins og hægt að fara í hana á 1. hæð t.d. (ath það er önnur lyfta rétt hjá inngangi á 2.hæð sem fer bara upp á 3. hæð, ekki taka hana). Það er hægt að fá lánaða dýnu, púða og teppi en ef þú vilt gæta ýtrustu varkárni í sóttvörnum þá mælum við með að taka eigin dót með.

”Mömmujógað hjá Faðmi uppfyllti allar mínar væntingar. Notalegt andrúmsloft, góðar æfingar fyrir mömmulíkamann og styrkti tengslin við barnið.

”Mömmujógað er svo dásamlegt að mæta á með litla krílið sitt. Alltaf svo vel tekið á móti okkur og æfingarnar æðislegar til að létta á vöðvabólgu í brjóstagjöf 👌 mæli svo ótrúlega með jóga hjá Jenný, hún er frábær kennari og með einstaka nærveru.

%d